Miklar væntingar bundnar við losun ritstíflu

Nú hefur verið unnið að því hörðum höndum í rúmlega eitt ár að losa um nokkuð svæsna ritstíflu sem myndaðist mjög fljótlega eftir að þessi bloggsíða var skráð. Þar sem höfundur vann á árum áður allnokkuð við það að losa klóakkstíflur og fer að komast á þann aldur að losa þurfi um skyldar stíflur í eigin pípulögnum er ástæða til að vera bjartsýnn. Venjulega eru það talin örugg vísbending þess að stífla sé að losna þegar eitthvað gerist, og nú er það svo að höfundur hér hefur komist að því hvert notendanafn og lykilorð er fyrir þessa bloggsíðu. En nú er lappinn að verða rafhlaðslítill og allt hleypur því skyndilega í kökk á ný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddný Guðmundsdóttir

Og enn bíð ég spennt hehe......

Oddný Guðmundsdóttir , 10.5.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband