11.10.2008 | 00:58
Þusþurs rumskar í bloggheimum með ristilstíflu
Nú er tími niðurgangsins kominn. Það var orðið löngu tímabært fyrir íslensku þjóðina að laxera. Með ristilinn stútfullan af grjóthörðum skít kapítalismans var það óhjákvæmilegt að fara í gegnum kvalafulla hreinsun. Magakveisurnar eru hræðilegar og það er niðurlægjandi að sitja í svitaköstum á dollunni fyrir framan alþjóðasamfélagið. En við getum ekki annað, skíturinn verður að komast út. Þessi ósköp eiga eftir að taka einhvern tíma og klósettferðirnar eiga eftir að verða nokkrar eftir að versta gusan er afstaðin. Og við eigum eftir að vera aum í rassinum lengi. Það eina sem linað getur þjáningarnar sem þessu fylgir er vonin um að eftir þessa hreinsun auðnist okkur að lifa heilbrigðu lífi, neyta í hófi og troða ekki öðrum um tær.
Athugasemdir
Heyr, heyr .............
Oddný Guðmundsdóttir , 22.10.2008 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.